1 Chronicles 4
1Synir Júda: Peres, Hesron, Karmí, Húr og Sóbal. 2En Reaja, sonur Sóbals, gat Jahat, Jahat gat Ahúmaí og Lahad. Þetta eru ættir Sóreatíta. 3Þessir voru synir Etams: Jesreel, Jisma, Jídbas, en systir þeirra hét Haselelpóní. 4Enn fremur Penúel, faðir Gedórs, og Eser, faðir Húsa. Þetta eru synir Húrs, frumburðar Efrata, föður að Betlehem. 5Ashúr, faðir að Tekóa, átti tvær konur, Heleu og Naeru. 6Og Naera ól honum Ahússam, Hefer, Temní og Ahastaríta. Þetta eru synir Naeru. 7Og synir Heleu voru: Seret, Jísehar og Etnam. 8En Kós gat Anúb, Sóbeba og ættir Aharhels, sonar Harúms. 9En Jaebes var fyrir bræðrum sínum, og móðir hans nefndi hann Jaebes og mælti: ,,Ég hefi alið hann með harmkvælum.`` 10Og Jaebes ákallaði Guð Ísraels og mælti: ,,Blessa þú mig og auk landi við mig, og verði hönd þín með mér, og bæg þú ógæfunni frá mér, svo að engin harmkvæli komi yfir mig.`` Og Guð veitti honum það, sem hann bað um. 11En Kelúb, bróðir Súha, gat Mehír. Hann er faðir Estóns. 12En Estón gat Bet Rafa, Pasea og Tehinna, föður að borg Nahasar; þetta eru Rekamenn. 13Synir Kenas: Otníel og Seraja. Og synir Otníels: Hatat. 14En Meonotaí gat Ofra, og Seraja gat Jóab, föður að Smiðadal, því að þeir voru smiðir. 15Synir Kalebs Jefúnnesonar: Írú, Ela og Naam; synir Ela: Kenas. 16Synir Jehalelels: Síf, Sífa, Tirja og Asareel. 17Synir Esra: Jeter, Mered, Efer og Jalon. Og þessir eru synir Bitju, dóttur Faraós, er gekk að eiga Mered: Hún ól Mirjam, Sammaí og Jísba, föður Estemóa. 18En kona hans, er var frá Júda, ól Jered, föður að Gedór, og Heber, föður að Sókó, og Jekútíel, föður að Sanóa. 19Synir konu Hódía, systur Nahams: faðir Kegílu, Garmíta, Estemóa og Maakatíta. 20Synir Símons: Amnon, Rinna, Ben Hanan og Tílon; og synir Jíseí: Sóhet og sonur Sóhets. 21Synir Sela, sonar Júda: Ger, faðir Leka, Laeda, faðir Maresa, og ættir baðmullarverkmannanna frá Bet Asbea, 22enn fremur Jókím og mennirnir frá Kóseba, Jóas og Saraf, er unnu Móab og Jasúbí Lehem. Þetta eru fornar sögur. 23Þeir voru leirkerasmiðir og byggðu Netaím og Gedera. Hjá konungi, við þjónustu hans, þar bjuggu þeir. 24Synir Símeons: Nemúel, Jamín, Jaríb, Sera, Sál. 25Hans sonur var Sallúm, hans son Mibsam, hans son Misma. 26Og synir Misma voru: Hammúel, sonur hans, hans son Sakkúr, hans son Símeí. 27Símeí átti sextán sonu og sex dætur, en bræður hans áttu eigi margt barna, og ætt þeirra varð eigi svo fjölmenn sem Júdamenn. 28Þeir bjuggu í Beerseba, Mólada, Hasar Súal, 29Bílha, Esem, Tólad, 30Betúel, Harma, Siklag, 31Bet Markabót, Hasar Súsím, Bet Bíreí og Saaraím. Þetta voru borgir þeirra, þangað til Davíð tók ríki. 32Og þorp þeirra voru: Etam, Ain, Rimmon, Tóken og Asan _ fimm borgir, 33og auk þess öll þau þorp, er lágu kringum borgir þessar, allt til Baal. Þetta voru bústaðir þeirra, og höfðu þeir ættartal fyrir sig. 34Mesóbab, Jamlek, Jósa, sonur Amasja, 35Jóel, Jehú, sonur Jósíbja, Serajasonar, Asíelssonar, 36og Eljóenaí, Jaakoba, Jesóhaja, Asaja, Adíel, Jesímíel og Benaja, 37Sísa, sonur Sífeí, Allonssonar, Jedajasonar, Simrísonar, Semajasonar; 38þessir menn sem hér eru nafngreindir, voru höfðingjar í ættum sínum, og hafa ættir þeirra orðið mjög fjölmennar. 39Og þeir fóru þaðan, er leið liggur til Gedór, allt þar til kemur austur fyrir dalinn, til þess að leita haglendis fyrir sauði sína. 40Og þeir fundu feitt og gott haglendi, og landrými var þar mikið, og rólegt var þar og friðsamlegt, því að þeir, er áður höfðu byggt þar, voru komnir af Kam. 41Þá komu þeir, sem hér eru nafngreindir, á dögum Hiskía Júdakonungs, eyddu tjöldum þeirra og drápu Meúníta, sem þar voru, og gjöreyddu þeim allt fram á þennan dag og bjuggu þar eftir þá, því að þar var haglendi fyrir sauði þeirra. 42Og af þeim Símeonsniðjum fóru fimm hundruð manns til Seírfjalla, og voru þeir Pelatja, Nearja, Refaja og Ússíel, synir Jíseí, fyrir þeim. 43Drápu þeir hinar síðustu leifar Amalekíta og bjuggu þar allt fram á þennan dag.
Copyright information for
Icelandic